Dion Dublin fyrrum framherji Aston Villa og fleiri liða var mættur í myndver hjá BBC í gær þegar stöðin var að sýna leik Tottenham og Aston Villa í enska bikarnum í gær.
Dublin var að fara yfir leikinn í hálfleik með félögum sínum þegar byrjað var að lemja á glerið hjá þeim félögum.
Ljóst var að þarna voru stuðningsmenn Tottenham á ferð en einn þeirra lamdi fast á glerið og menn hrukku í kút.
„Rúnkari,“ sagði maðurinn svo heyrðist vel í útsendingunni.
Dublin ákvað að kíkja á manninn sem bar ábyrgð á þessu en Aston Villa vann góðan 2-1 sigur og er komið áfram í enska bikarnum.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Tottenham fan banging on the studio window calling Dion Dublin a w*nker…
— Football Away Days (@FBAwayDays) February 9, 2025