Víkingur tekur á móti Panathinaikos í Sambandsdeildinni á fimmtudag, um er að ræða fyrri leik liðanna í umspili um að komast í 16 liða úrslitin.
Víkingur þarf að leika heimaleikinn sinn í Helsinki þar sem enginn völlur á Íslandi kemst í gegnum regluverk UEFA, framkvæmdir eru á Laugardalsvelli sem gera hann óleikhæfan.
Ljóst er að stuðningurinn sem Víkingur fær gæti skipt miklu máli og það stefnir í að það verði nálægt 300 sem mæti og styðja liðið.
Á Facebook síðu Víkings kemur þetta fram en lið Víkings heldur til Finnlands á morgun og hefur þar með formlega undirbúning fyrir leikinn.
Spáð er fjögurra stiga frosti þegar leikurinn fer af stað og því þarf fólk í stúkunni að klæða sig vel.