FC Bayern hefur verið bannað að klæðast rauðu treyjunni sem félagið notar alla jafnan í Meistaradeild Evrópu.
Ástæðan er sú að treyjunúmerið á treyjunni er svart og sést ekkert sérstaklega vel í sjónvarpi.
Þetta er eitthvað sem UEFA vill ekki leyfa og hefur því Bayern sést í hvíta varabúningi sínum á heimavelli í keppninni.
UEFA hefur látið Bayern vita að þeir verði að setja ný númer á treyjuna en svo virðist sem þeir munu ekki gera það.
Bayern mætir Celtic í næstu umferð Meistaradeildarinnar en sigurliðið úr því einvígi fer í 16 liða úrslit.