Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, segir að Arsenal geti ekki fengið Ollie Watkins í sínar raðir áður en janúarglugginn lokar.
Arsenal er talið hafa boðið 60 milljónir punda í Watkins í vikunni en hann er einn allra mikilvægasti leikmaður Villa.
Villa hefur ákveðið að selja Jhon Duran til Sádi Arabíu og fékk um 65 milljónir punda í kassann fyrir þá sölu.
Arsenal getur í kjölfarið gleymt því að fá hinn framherja liðsins í janúar að sögn Shearer og þurfa að horfa annað í leit að styrkingu.
,,Það er ekki séns að Arsenal nái að kaupa Ollie Watkins í dag. Þeir gætu ekki gert það, jafnvel þó það væru góð kaup fyrir félagið,“ sagði Shearer.
,,Það var alltaf bara einn sóknarmaður að fara frá Aston Villa og þeir ákváðu að leyfa Duran að fara.“