Flamengo í Brasilíu er að vonast eftir því að semja við miðjumanninn Jorginho sem spilar með Arsenal.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Vene Casagrande en hann þekkir til Jose Boto sem er yfirmaður knattspyrnumála Flamengo.
Jorginho er 33 ára gamall og er ekki fyrstur á blað í London en Flamengo vill fá hann í janúar frekar en í sumar.
Það er ólíklegt að Arsenal leyfi leikmanninum að fara í þessum glugga en hann lokar þann 3. febrúar.
Jorginho er í raun Brasilíumaður og bjó þar til 15 ára aldurs en er þó ítalskur landsliðsmaður eftir að hafa gert garðinn frægan í Serie A.