Unai Emery, stjóri Aston Villa, hefur samþykkt að stjórnarmenn félagsins reyni að fá Marcus Rashford til liðs við sig.
Rashford er, eins og flestum er kunnugt, úti í kuldanum hjá Manchester United og má fara í þessum mánuði. Talið er að hann sjálfur vilji fara til Barcelona, sem hefur sýnt honum áhuga, en ekki er víst hvort það er raunhæft.
Í gær var farið að orða Rashford við Villa og gæti farið svo að hann verði lánaður þangað út tímabilið.
Viðræður standa nú yfir milli Villa og fulltrúa Rashford um hugsanleg skipti. Það er þó heldur flókið og dýrt fyrir Villa að fá enska sóknarmanninn.
Félagaskiptaglugginn lokar á mánudagskvöld og þarf að klára dæmið fyrir þann tíma.
🚨🟣🔵 Unai Emery has given the green light to Aston Villa board to try advance on Marcus Rashford loan deal.
Expensive and difficult one but Villa have already approached Marcus’ camp, strong interest…
…and negotiations ongoing. pic.twitter.com/VYzcijYvcl
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2025