Marcus Rashford er á leið til Aston Villa á láni frá Manchester United fram á sumar. Frá þessu greina helstu miðlar.
Rashford er, eins og flestum er kunnugt, úti í kuldanum hjá Manchester United og má fara í þessum mánuði.
Í gær var farið að orða Rashford við Villa og stefnir í að hann verði lánaður þangað út tímabilið.
Villa mun greiða laun Rashford á meðan lánsdvölinni stendur og er verið að ræða kaupmöguleika í viðræðunum.
Rashford hefur þegar rætt við Unai Emery, stjóra Villa, sem er mjög spenntur fyrir því að fá hann.