Kang-in Lee, leikmaður Paris Saint-Germain, er orðaður við ensku úrvalsdeildina um þessar mundir.
Lee gekk í raðir PSG 2023 en er opinn fyrir því að leita annað í félagaskiptaglugganum í þessum mánuði.
Spænska blaðið Relevo greinir frá því að Manchester United hafi augastað á leikmanninum og að hann gæti jafnvel tekið stöðu Marcus Rashford í hópnum.
Rashford er sennilega á förum en hann er alls ekki inni í myndinni hjá Ruben Amorim á Old Trafford.
Þá segir The Athletic að Arsenal skoði þann möguleika að reyna að fá Lee, sem getur spilað úti á kanti og framarlega á miðjunni, á láni í janúar til að auka breiddina hjá sér.
Lee er kominn með 6 mörk í 24 leikjum á þessari leiktíð með PSG.