Manchester City virðist ætla að tryggja sér þjónustu ‘næsta Mohamed Salah’ samkvæmt heimildum Athletic.
Athletic greinir frá því að City sé komið langt í viðræðum um tvo leikmenn eða þá Omar Marmoush og Abdukodir Khusanov.
Marmoush er á mála hjá Frankfurt og hefur mikið verið orðaður við Liverpool – hann kemur frá Egyptalandi líkt og Salah.
Marmoush er 25 ára gamall sóknarmaður og hefur staðið sig frábærlega í vetur. Hann hefur skorað 18 mörk og lagt upp önnur 12 í öllum keppnum síðan 2023.
Hinn leikmaðurinn, Khusanov, er 20 ára gamall miðvörður sem spilar með Lens en hann er frá Úsbekistan.