David Luiz, fyrrum leikmaður Chelsea, PSG og Arsenal, er líklega á leið aftur til Evrópu 37 ára gamall – hann verður 38 ára gamall síðar á þessu ári.
Frá þessu greina ýmsir miðlar en Luiz hefur undanfarið þrjú ár spilað með Flamengo í Brasilíu.
Luiz er frjáls ferða sinna á nýju ári og er líklega að semja við stórliðið Olympiakos í Grikklandi.
Luiz er reynslumikill varnarmaður sem getur einnig leikið á miðjunni en hann hefur unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina.
Luiz er kominn á seinni ár ferilsins en hann yfirgaf England 2021 og hélt til heimalandsins.