Zinedine Zidane er orðaður við þjálfarastöðu franska landsliðsins í fréttum í Frakklandi.
Zidane hefur verið án starfs síðan hann hætti með Real Madrid 2021. Frakkinn náði mögnuðum árangri með spænska liðið, vann Meistaradeildina þrisvar og spænsku deildina tvisvar.
Fréttir herma að Didier Deschamps hætti með franska landsliðið eftir HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári.
Blaðið Le Parisien segir nú að Zidane sé líklegastur til að taka við. Yrði það þar með hans fyrsta stjórastarf utan Real Madrid.
Zidane lék 108 A-landsleiki fyrir Frakkland á sínum tíma og skoraði í þeim 31 mark.