Tottenham vann sterkan sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld.
Bæði lið telfdu fram nokkuð sterkum liðum í kvöld. Tékkinn Antonin Kinsky stóð á milli stanganna hjá Tottenham í fyrsta sinn og stóð sig afar vel.
Leikurinn var nokkuð jafn en það var markalaust allt þar til á 86. mínútu. Þá skorðaði Svíinn Lucas Bergvall sitt fyrsta mark í treyju Tottenham. Reyndist þetta eina mark leiksins og Tottenham leiðir 1-0 fyrir seinni leikinn á Anfield.
Í hinu undanúrslitaeinvíginu eigast við Arsenal og Newcastle. Síðarnefnda liðið vann óvæntan 0-2 sigur á Emirates í fyrri leik liðanna og Skytturnar hafa því verk að vinna fyrir norðan.