Tottenham hefur áhuga á Marcus Rashford og gæti reynt að fá hann í janúar samkvæmt Daily Mail.
Rashford er ekki inni í myndinni hjá Manchester United undir stjórn Ruben Amorim og gæti hann farið annað. Sjálfur er hann opinn fyrir því að fara.
Það virðist þó ætla að verða erfitt fyrir United að selja Rashford í janúar og lán því líklegasta niðurstaðan.
Frá því í gær hefur Rashford verið töluvert orðaður við AC Milan og þá var Dortmund einnig nefnt til sögunnar.
Það er þó einnig talað um Tottenham, sem gæti sannarlega nýtt krafta hans og reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.