Jose Mourinho er óvænt líklegastur til að taka við Everton samkvæmt einhverjum veðbönkum. Það er vakin athygli á þessu í miðlum á Englandi.
Starf Sean Dyche hjá Everton er í hættu eftir slakt gengi á leiktíðinni, en hann hefur stýrt liðinu í tvö ár. Nýir eigendur, Friedkin Group, skoðar framtíð hans og hugsanlega arftaka ef hann verður látinn fara.
Mourinho er í starfi hjá Fenerbahce í Tyrklandi en ef marka má þetta gæti það breyst. Er hann efstur í sumum veðbönkum og þar á eftir kemur Graham Potter. David Moyes, Edin Terzic og Thomas Frank eru einnig á meðal nafna á blaði.
Mourinho starfaði síðast í ensku úrvalsdeildinni sem stjóri Tottenham. Hann hefur auðvitað líka verið með Manchester United og Chelsea.