Martin Dubravka, markvörður Newcastle, er á leið til sádiarabíska félagsins Al-Shabab nú í janúar samkvæmt helstu miðlum.
Sagt er að hinn 35 ára gamli Dubravka sé búinn að semja sjálfur í Sádí en bíður hann eftir grænu ljósi frá Newcastle.
Dubravka, sem hefur verið hjá Newcastle síðan 2018, hefur spilað undanfarna leiki í fjarveru Nick Pope og stóð hann til að mynda á milli stanganna í 0-2 sigri á Arsenal í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær. Það gæti hafa verið hans síðasti leikur fyrir félagið.
Newcastle mun sennilega reyna að fá James Trafford frá Burnley til að leysa af Dubravka. Félagið reyndi einnig við hann í sumar.