Það ætlar ekki af Mykhailo Mudryk, leikmanni Chelsea, að ganga þessa dagana. Nú er kærasta hans sögð hætt með honum.
Úkraínumaðurinn er í banni frá knattspyrnuvellinum, tímabundið hið minnsta, í kjölfar þess að hafa fallið á lyfjaprófi.
Nú er svo greint frá því að rússneska fyrirsætan Violetta Bert sé búin að sparka honum.
Mudryk og Bert höfðu ekki gert samband sitt opinbert en helstu miðlar segja þau hafa verið að hittast undanfarna mánuði.
Ekki nóg með það að Bert er sögð hafa hætt með Mudryk þá er hún farin að vera með öðrum knattspyrnumanni, Bandaríkjamanninum Weston McKennie hjá Juventus.
Þau eru sögð á leið saman til Frakklands í skíðaferð á næstunni og því útlit fyrir að McKennie sé búinn að stela Bert af Mudryk.