Eigendur Liverpool, Fenway Sports Group, taka áhuga Elon Musk á að kaupa félagið ekki mjög alvarlega. Times fjallar um málið.
Um helgina fóru af stað sögusagnir um að Elon hefði áhuga á að fjárfesta í Liverpool. Hann er nokkuð tengdur borginni, en amma hans er þaðan. Errol Musk, faðir hans, var svo spurður að því hvort sonur hans hefði áhuga á að kaupa Liverpool.
Meira
Faðir Elon Musk staðfestir óvænt tíðindi af syninum
„Ég get ekki tjáð mig um það því það mun hækka verðið,“ sagði Errol léttur en hélt svo áfram. „Jú hann hefur sagst hafa áhuga á því. Það þýðir samt ekki að það gangi eftir.“
Times segir nú að FSG hafi engan áhuga á að fara í viðræður við Musk og fyrirtæki hans í kjölfar ummæla föður hans. Þar segir einnig að þeir taki áhuga Musk ekki mjög alvarlega.