Gísli Gottskálk Þórðarson er á leið til Lech Poznan í Póllandi en Víkingur hefur samþykkt tilboð í hann.
Hinn tvítugi Gísli átti frábært tímabil með Víkingi og hefur heillað með frammistöðu sinni í Sambandsdeildinni, þar sem liðið er komið í útsláttarkeppni.
Miðjumaðurinn hefur verið orðaður við nokkur lið en fer til Lech, sem er á toppi pólsku úrvalsdeildarinnar.
„Víkingur hefur samþykkt kauptilboð pólska úrvalsdeildarliðsins Lech Poznan í Gísla Gottskálk Þórðarson. Gísli mun skrifa undir 4 og hálfs árs samning við Lech Poznan að lokinni læknisskoðun og undirritun samnings,“ segir í tilkynningu Víkings.