AC Milan vann frábæran endurkomusigur á nágrönnum sínum í Inter í ítalska ofurbikarnum í gær. Spilað var í Sádi-Arabíu.
Inter komst í 2-0 í leiknum í gær en Milan sneri dæminu við. Skoraði Tammy Abraham sigurmarkið í blálokin og lokatölur 3-2.
Það er óhætt að segja að Sergio Conceicao, sem tók við sem stjóri Milan á dögunum, hafi verið í stuði inni í klefa eftir leik.
Portúgalinn fékk sér stóran vindil og steig dans á meðan leikmenn skemmtu sér sömuleiðis vel.
Myndband af þessu er hér að neðan.
Oi, oi, oi 🕺#InterMilan #SempreMilan pic.twitter.com/4sU4tnqwMz
— AC Milan (@acmilan) January 6, 2025