Þó nokkur félög munu skoða þann möguleika að sækja Marcus Rashford á láni í janúar samkvæmt hinum virta Fabrizio Romano.
Rashford er ekki inni í myndinni hjá Manchester United undir stjórn Ruben Amorim og gæti hann farið annað. Sjálfur er hann opinn fyrir því að fara.
Það virðist þó ætla að verða erfitt fyrir United að selja Rashford í janúar og lán því líklegasta niðurstaðan.
Romano segir að AC Milan sé eitt þeirra félaga sem skoði þann möguleika að fá Rashford en mörg fleiri séu í myndinni.
Allt er á byrjunarstigi sem stendur en það má búast við að eitthvað verði að frétta af málefnum Rashford á næstunni.
🚨🏴 AC Milan are among several clubs set to held talks to discuss conditions of Marcus Rashford loan deal for January.
More clubs around Europe expected to approach Man United to understand how they can make it happen.
Early stages so far, but movements around MR set to start. pic.twitter.com/EIHBg6O0qz
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 6, 2025