Ethan Nwaneri mun ekki spila leik fyrir Arsenal næstu vikurnar en hann er að glíma við nokkuð slæm meiðsli.
Nwaneri er afskaplega efnilegur leikmaður en hann skoraði í 1-1 jafntefli gegn Brighton um helgina.
Nwaneri fór af velli í hálfleik sem vakti athygli eftir að hafa komið Arsenal yfir áður en Brighton jafnaði úr víti í þeim síðari.
Nwaneri er 17 ára gamall og var að byrja sinn fyrsta deildarleik en Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur staðfest meiðsli leikmannsins.
Litlar líkur eru á að Nwaneri spili meira í þessum mánuði og verður frá í einhverjar vikur.