Newcastle leggur nú mikla áherslu á að framlengja samning Fabian Schar, miðvörð félagsins.
Samningur Schar rennur út eftir leiktíðina og má hann nú ræða við önnur félög. Viðræður Newcastle við leikmanninn ganga þó vel og má búast við því að hann skrifi undir nýjan samning.
Schar, sem er 33 ára gamall, gekk í raðir Newcastle 2018 og hefur verið í stóru hlutverki í liðinu.
Newcastle er að eiga flott tímabil og situr í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi frá Meistaradeildarsæti. Liðið mætir Arsenal þá í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld.
🚨⚪️⚫️ Understand Newcastle are stepping up efforts in talks over new deal for Fabian Schär.
Negotiations underway and advancing well as Newcastle want to make it happen and keep Schär at the club. pic.twitter.com/D6WLAjBBS1
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 7, 2025