Cristiano Ronaldo, leikmaður Al-Nassr, hefur mikið að segja á félagaskiptamarkaðnum hjá félaginu og vill hann nú að það horfi til hans fyrrum félags í Manchester United í leit að liðsstyrk.
Telegraph segir frá þessu, en umræddur leikmaður er miðjumaðurinn Casemiro.
Hinn 32 ára gamli Casemiro virðist ekki lengur hafa það sem til þarf á hæsta stigi fótboltans, en hann gæti sótt góðan seðil til Sádi-Arabíu nú á seinni hluta ferilsins.
Sjálfur er Ronaldo að verða samningslaus hjá Al-Nassr í sumar en það gæti ýtt undir það að hann verði áfram ef Casemiro mætir á svæðið.
Ronaldo og Casemiro spiluðu saman fyrri hluta leiktíðar 2022-2023, áður en Portúgalinn fór til Sádí.