Sorgarfréttir hafa borist frá London en þær fjalla um mann sem ber nafnið Jamie Bowden og var leikmaður Tottenham.
Bowden þótti mjög efnilegur leikmaður á sínum tíma en honum tókst aldrei að spila aðalliðsleik fyrir Tottenham vegna meiðsla.
Hann spilaði fyrir yngri landslið Írlands og varalið Tottenham og var þá einnig lanaður í fjórðu efstu deild, League Two, til Oldham árið 2021.
Bowden hefur lítið náð að spila undanfarin ár vegna ökklameiðsla og hefur hann nú staðfest að skórnir séu komnir á hilluna.
Það er afskaplega sorglegt í ljósi þess að leikmaðurinn er aðeins 23 ára gamall og hefði getað náð langt á sínum ferli.
Bowden varð fyrir alvarlegum meiðslum snemma 2022 og hefur aldrei náð fullum bata – hann er því neyddur til að hætta.
Bowden skrifaði færslu á Instagram þar sem hann staðfestir fréttirnar en þá færslu má sjá hér.
View this post on Instagram