Arne Slot, stjóri Liverpool, var spurður út í Trent Alexander-Arnold á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool gegn Tottenham í undanúrslitum enska deildabikarsins á morgun.
Samningur Trent er að renna út í sumar og er hann sterklega orðaður við Real Madrid. Bakvörðurinn virðist vera orðinn annars hugar því frammistaða hans í 2-2 jafntefli gegn Manchester United á sunnudag var skelfileg.
„Við erum allir vonsviknir með hvernig við spiluðum á sunnudag. Trent spilaði ekki sinn besta leik en hann hefur átt svo marga góða leik fyrir félagið. Margir áttu ekki sinn besta dag,“ sagði Slot hins vegar og kom sínum manni til varnar.