Rodri, leikmaður Manchester City, stefnir á að spila með liðinu aftur á þessari leiktíð.
Miðjumaðurinn sleit krossband snemma á leiktíðinni og má segja að við það hafi leikur City hrunið. Eru fjórföldu meistararnir svo gott sem búnir að missa af Englandsmeistaratitlinum nú þegar.
„Já, ég þekki sjálfan mig og mér gengur vel í endurhæfingu. Ég er með jákvætt hugarfar, sem er mikilvægt í endurhæfingunni,“ segir Rodri. Hljómar þetta eflaust eins og söngur í eyrum stuðningsmanna City.
„Allt gengur vel og mig langar að spila aftur á þessari leiktíð,“ sagði hann enn fremur.