Tottenham hefur virkjað ákvæði í samningi Heung-Min Son sem heldur honum hjá félaginu til 2026.
Samningur Son, sem er fyrirliði og algjör lykilmaður fyrir Tottenham, var að renna út eftir tímabil en nú geta stuðnignsmenn andað léttar því ákvæðið hefur verið virkjað.
Son gekk í raðir Tottenham frá Bayer Leverkusen 2015 og hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins undanfarin ár.
Suður-Kóreumaðurinn hefur til að mynda verið orðaður við Barcelona undanfarið en nú er ljóst að hann getur allavega ekki farið á frjálsri sölu næsta sumar.
We are delighted to announce that we have exercised the option to extend Heung-Min Son’s contract, which will now run until the summer of 2026 🤍
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) January 7, 2025