fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
433Sport

Gagnrýnir Ronaldo – „Stundum er betra að þegja bara“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur á ný verið gagnrýndur fyrir ummæli sín á Globe-fótboltaverðlaunahátíðinni í Dúbaí undir lok síðasta árs

Ronaldo, sem er leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu, sagði á hátíðinni að deildin þar í landi væri sterkari en Ligue 1 í Frakklandi.

„Frakkland hefur bara Paris Saint-Germain. Restin er ekki neitt. Reyndu að spretta í 38-40 gráðu hita. Það er erfitt að verða meistari í Sádí,“ sagði Ronaldo meðal annars.

Margir urðu gáttaðir á þessum ummælum og var töluvert skotið á Portúgalann í kjölfarið.

Emmanuel Petit, fyrrum knattspyrnumaður sem lék með Monaco í frönskudeildinni frá 1988 til 1997 áður en hann gekk í raðir Arsenal, er einn af þeim sem var ekki hrifinn af ummælum Ronaldo.

„Að segja að sádiarabíska deildin sé betri en Ligue 1, kommon. Ég virði Ronaldo en stundum er betra að þegja bara en að ná sér í svona athygli,“ segir Petit um málið.

Meira
Ronaldo skellt niður á jörðina – Sjáðu svarið sem hann fékk í kjölfar þess að hafa látið skotin dynja á þeim

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Zaha búinn að skrifa undir

Zaha búinn að skrifa undir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skriniar fer til Mourinho

Skriniar fer til Mourinho
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Allt klappað og klárt fyrir skipti Walker

Allt klappað og klárt fyrir skipti Walker
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United vill framherja og fyrrum leikmaður City er á blaði – Þurfa að selja fyrst

United vill framherja og fyrrum leikmaður City er á blaði – Þurfa að selja fyrst
433Sport
Í gær

Aftur sektaðir af KSÍ

Aftur sektaðir af KSÍ
433Sport
Í gær

Áttu fund vegna Rashford – Þurfa að leysa þessi tvö mál svo skiptin gangi upp

Áttu fund vegna Rashford – Þurfa að leysa þessi tvö mál svo skiptin gangi upp