Fyrrum aðstoðarmaður Arne Slot hefur fengið skemmtilegt tækifæri á þjálfaraferlinum en um er að ræða Pascal Jansen.
Jansen er 51 árs gamall Hollendingur en hann fæddist í London og talar reiprennandi ensku.
Janesen var aðstoðarmaður Slot hjá liði AZ Alkmaar í dágóðan tíma en hann tók svo við Ferencvaros í Ungverjalandi.
Hann entist ekki lengi í starfi hjá því félagi og yfirgaf stöðuna þann 31. janúar á síðasta ári.
Nokkrum dögum seinna hefur Jansen verið staðfestur sem nýr stjóri MLS liðsins New York City FC sem þykir vera ansi spennandi verkefni.