Kath féll frá í síðasta mánuði og í kjölfarið rigndi inn kveðjum frá fyrrum og núverandi leikmönnum United. Í yfirlýsingu félagsins eftir andlát Kath sagði meðal annars:
„Kath studdi United allt frá barnæsku og árið 1968 varð hún skiptiborðsstjóri, skömmu eftir fyrsta Evrópubikar okkar. Hún myndaði vináttu með mönnum eins og Sir Matt Busby, Jimmy Murphy og öðrum stjörnum. Hún varði mörgum klukkustundum með með Ballon d’Or sigurvegurunum George Best, Bobby Charlton og Denis Law er þeir skrifuðu eiginhandaáritanir til aðdáenda.
Minning hennar verður varðveitt hér að eilífu af öllum þeim sem voru svo heppin að fá að kynnast henni. Í fyrra sagði hún að hún gæti ekki ímyndað sér að gera annað en að starfa hér og við getum sagt að það er erfitt að ímynda sér staðinn án hennar.“
Meira
Hlýjum orðum rignir inn eftir andlát Kath – „Takk fyrir að hugsa um alla“
Sem fyrr segir voru Ferguson og Beckham mættir í jarðarför Kath, en sá síðarnefndi tók foreldra sína með sér. Þá mættu fyrrum leikmenn eins og Roy Keane, Mark Hughes, Peter Schmeichel, Gary Pallister, Nicky Butt, Gary Neville, Bryan Robson, Denis Irwin, Phil Jones og John O’Shea á svæðið.
Núverandi leikmenn United og knattspyrnustjórinn Ruben Amorim létu einnig sjá sig.
Meira
Beckham heimsótti eldri konu sem var við dauðans dyr – Segir frá þeim áhrifum sem hún hafði á hann