Manchester United vill vinstri bakvörð í félagaskiptagluggnum í janúar og samkvæmt Telegraph er Nuno Mendes hjá Paris Saint-Germain efstur á óskalistanum.
Mendes er 22 ára gamall og hefur heillað með PSG. Samningur hans rennur út eftir næstu leiktíð en franska félagið vill halda honum og telur sig geta það.
United spilar með vængbakverði undir stjórn Ruben Amorim og hefur Diogo Dalot leyst stöðuna af vinstra megin, en Luke Shaw er enn á ný meiddur.
Portúgalski stjórinn vill þó finna mann í stöðuna til framtíðar. Mendes kom einmitt upp í gegnum unglingastarfið hjá Sporting og fékk sénsinn undir stjórn Amorim þar á sínum tíma.
Liðsfélagi Mendes hjá PSG, Randal Kolo Muani, hefur einnig verið orðaður við United, sem og Tottenham og Juventus.
United þarf að selja til að fá inn leikmenn og er mikið talað um Marcus Rashford í því samhengi.