Ruben Amorim, stjóri Manchester United, viðurkennir að einhver óvissa sé uppi er varðar framtíð Joshua Zirkzee.
Sóknarmaðurinn gekk í raðir United frá Bologna í sumar á 34 milljónir punda en hefur ekki tekist að heilla marga á Old Trafford.
Undanfarið hefur hann verið sterklega orðaður við endurkomu til Ítalíu, nú til Juventus þar sem fyrrum stjóri hans hjá Bologna, Thiago Motta, starfar.
„Ég vil halda Josh því hann gefur allt sitt í þetta og gerir sitt besta á æfingum,“ segir Amorim um stöðu mála hjá Hollendingnum.
„Við vitum samt ekki hvað verður. Glugginn er opinn og við þurfum að sjá hvað setur.“