David Ornstein, virtur blaðamaður The Athletic, telur ólíklegt að Marcus Rashford yfirgefi Manchester United í þessum mánuði.
Rashford er algjörlega úti í kuldanum hjá Ruben Amorim og er sjálfur opinn fyrir því að fara. Talið er að United sé til í að selja hann fyrir rétt verð.
Ornstein telur hins vegar að ekkert verði af skiptum í félagaskiptaglugganum nú í janúar. Hann ræddi við NBC, sem fjallaði um málefni Rashford.
„Það verður erfitt fyrir hann að skipta í janúar. Hann skrifaði undir risasamning 2023 sem gildir til 2028 og hann er með 325 þúsund pund á viku. Hver er að fara að taka það á sig,“ sagði hann þar meðal annars.
Rashford hefur til að mynda verið orðaður við AC Milan, Barcelona og Paris Saint-Germain. Þá á hann að hafa hafnað tilboðum frá Sádi-Arabíu.