Fulltrúar Virgil van Dijk, miðvarðar Liverpool, upplýstu Real Madrid um áhuga hans á að ganga í raðir spænska risans en því var hafnað.
Það er spænska blaðið Relevo sem heldur þessu fram, en Van Dijk verður samningslaus í sumar og getur rætt við félög núna um að fara þangað frítt eftir tímabilið.
Á hann að hafa viljað ganga í raðir Real Madrid sem vildi ekki fá hann þar sem hann er kominn yfir sitt besta skeið á ferlinum.
Liverpool er í vandræðum með samninga stórstjarna liðsins en Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold eru einnig að renna út á samningi.
Það þykir einmitt ansi líklegt um þessar mundir að Trent gangi í raðir Real Madrid eftir tímabilið.