fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
433Sport

Stuðningsmenn Manchester United öskureiðir vegna ummæla Slot eftir leik – „Er að verða sér til skammar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. janúar 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverjir stuðingsmenn Manchester United reiddust mjög vegna ummæla Arne Slot, stjóra Liverpool, eftir leik liðanna í gær.

Liðin gerðu 2-2 jafntefli í æsispennandi leik. Bæði lið hefðu getað stolið sigrinum í lokin og fékk Harry Maguire til að mynda algjört dauðafæri til að klára leikinn fyrir United.

„Þeir fengu dauðafæri undir lokin svo við erum smá fegnir. En það er samt ekki saga leiksins að mínu mati. Við fengum 2-3 dauðafæri á fyrstu 20-25 mínútunum,“ sagði Slot eftir leik og hélt áfram.

„Leikurinn fór að mestu fram á þeirra vallarhelmingi. Þið sáuð á síðasta korterinu hvernig þeir geta spilað því fyrstu 75 mínúturnar voru þetta bara langir boltar frá Onana.“

Þessu voru margir stuðningsmenn United alls ekki sammála. Nokkur af ummælum þeirra á netinu eru tekin saman í enskum miðlum.

„Var Arne Slot á öðrum leik? Þvílíkt kjaftæði,“ segir einn þar meðal annars. „Slot er hér að verða sér til skammar,“ segir annar.

Sitt sýnist hverjum en fjöldinn allur skrifaði ummæli í þessum dúr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ensku liðin fá samkeppni frá Real Madrid

Ensku liðin fá samkeppni frá Real Madrid
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim viðurkennir að óvissa ríki

Amorim viðurkennir að óvissa ríki
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Var í rosalegu stuði eftir sigur í gær – Vindill og dansspor inni í klefa

Var í rosalegu stuði eftir sigur í gær – Vindill og dansspor inni í klefa
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ronaldo óskar eftir því að félag sitt horfi til United í leit að liðsstyrk

Ronaldo óskar eftir því að félag sitt horfi til United í leit að liðsstyrk
433Sport
Í gær

Klámstjarna segir þetta muninn á að vera í rúminu með maka þínum eða atvinnumanni í faginu

Klámstjarna segir þetta muninn á að vera í rúminu með maka þínum eða atvinnumanni í faginu
433Sport
Í gær

Eltast við tvo leikmenn sem fá lítið að spila

Eltast við tvo leikmenn sem fá lítið að spila
433Sport
Í gær

De Bruyne: „Þetta hafa verið óþægilegir mánuðir“

De Bruyne: „Þetta hafa verið óþægilegir mánuðir“
433Sport
Í gær

Virtur blaðamaður segir að út af þessu verði Rashford áfram hjá Manchester United

Virtur blaðamaður segir að út af þessu verði Rashford áfram hjá Manchester United