Fyrrum knattspyrnumaðurinn Robbie Keane er að taka að sér áhugavert starf, en hann verður á næstunni kynntur sem stjóri ungverska stórliðsins Ferencvaros.
Keane, sem lék fyrir lið eins og Liverpool og Tottenham á ferlinum tekur við af Pascal Jansen sem er að taka við New York City í MLS-deildinni.
Keane stýrði síðast Maccabi Tel Aviv í Ísrael og hefur hann einnig starfað í Indlandi um stutt skeið.
Ferencvaros hefur unnið ungverska meistaratitilinn sex ár í röð og er í öðru sæti deildarinnar sem stendur.
🚨🇭🇺 Robbie Keane will sign in as new Ferencvaros head coach this week.
He’s replacing Pascal Jansen who signed for NYCFC in MLS. pic.twitter.com/8PuTYuQuv2
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 6, 2025