AC Milan hefur áhuga á Marcus Rashford, sem er fáanlegur frá Manchester United fyrir rétt verð í þessum mánuði.
Daily Mail segir frá þessu, en Rashford er engan veginn inni í myndinni hjá Ruben Amorim, stjóra United.
Englendingurinn hefur verið orðaður hingað og þangað undanfarnar vikur, til dæmis til Barcelona og Paris Saint-Germain.
Nú gæti Milan slegist í kapphlaupið. Félagið vill hins vegar fá hann til sín á láni og ekki víst að United sé til í það.
Talið er að United sé reiðubúið að selja Rashford ef tilboð berst upp á 40 milljónir punda.