fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
433Sport

KSÍ hvatt til að taka þessa risastóru ákvörðun – „Hætta í þessu drasli og segja þeim að éta það sem úti frýs“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. janúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og síðustu ár fékk Knattspyrsnusamband Íslands engan styrk úr afrekssjóði ÍSÍ. Var sambandið eini umsækjandinn sem fékk synjun. Margir furða sig á þessu.

Alls var um 519 milljónum króna úthlutað úr sjóðnum. Handknattleikssambandið fékk langhæsta styrkinn eða rúmar 70 milljónir. Þetta var tekið fyrir í Þungavigtinni fyrir helgi.

„Til hvers er KSÍ í ÍSÍ? Ég myndi bara hætta í þessu ÍSÍ drasli og segja þeim að éta það sem úti frýs. Þetta er bara djók,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, sem er ekki þekktur fyrir að liggja á sínum skoðunum.

„Af hverju eiga til dæmis yngri landslið KSÍ ekki að fá styrki eins og önnur sambönd? Þetta er bara kjaftæði. Hin samböndin geta bara rekið sig eins og þeim sýnist. Handboltalandsliðið er í nýrri keppnistreyju en hún var ekki sett í sölu fyrir jólin. Það hefði verið hægt að selja nokkrar treyjur en þeir fá bara alltaf sínar 70 milljónir og allir virkilega glaðir. Ef ég væri KSÍ myndi ég gjöra svo vel og segja mig úr ÍSÍ.“

Varðandi umsókn KSÍ í afrekssjóð segir ÍSÍ eftirfarandi á vef sínum:

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) sendi inn umsókn til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna verkefna ársins 2025. Þrátt fyrir að KSÍ sé flokkað sem afrekssérsamband ÍSÍ og fer þar fremst í flokki á mörgum sviðum fær sambandið ekki styrk við þessa úthlutun. Er þar, líkt og síðustu ár, horft til fjárhagslegrar stöðu sérsambandsins og vísað til heimilda sem eru í reglugerð sjóðsins varðandi slíka ákvörðunartöku.“

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, ræddi málið í samtali við Stöð 2/Vísi um helgina.

„Fyrst og fremst eru þetta mikil von­brigði. Ég ætla nú samt að taka það fram að ég fagna því fyrir hönd hinna sér­sam­bandanna að þau séu að fá fé. Auknar tekjur fyrir þau og ég gleðst fyrir þeirra hönd og fyrir þau að fá fjár­magn inn en fyrir okkur er þetta ekki gott. Við teljum okkur eiga rétt á að fá inn fé úr þessum af­rek­sjóði en því miður erum við enn og aftur ekki að fá út­hlutun. Höfum ekki fengið síðan árið 2017.

Það segir sig sjálft að það yrði mjög gott að hluta af þessari út­hlutun inn í reksturinn og hreyfinguna. Við gætum þá gert fleiri hluti. Við höfum þurft að skera svolítið niður hjá okkur á þessu ári en höfum verið með mjög ábyrgan rekstur undan­farið ár. Við verðum að átta okkur á því að knatt­spyrnu­hreyfingin er stærsta hreyfingin innan vébanda ÍSÍ. Hún er stór og innan ÍSÍ erum við með ansi marga iðk­endur. Við erum í rauninni bara að biðja um smá sann­girni. Að það sé horft til þess að við erum stór fjölda­hreyfing. Við erum hvað svekktastir með það. Við viljum að það sé sann­girni í þessu. Að það sé horft fram veginn og séð hvað við erum að gera. Það er út­hlutað til allra, enn og aftur þá fagna ég fyrir hönd hinna, en við viljum fá hluta af þessu líka,“ sagði hann þar meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert þokast áfram í viðræðum Liverpool og Van Dijk – „Ég veit ekkert hvað gerist“

Ekkert þokast áfram í viðræðum Liverpool og Van Dijk – „Ég veit ekkert hvað gerist“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Henry hefur skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or og það er ekki Salah

Henry hefur skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or og það er ekki Salah
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sá fyrsti síðan Terry rann

Sá fyrsti síðan Terry rann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“