Stjarnan hefur náð samkomulagi við Hrafn Guðmundsson frá KR og gerir hann þriggja ára samning við félagið.
Hrafn er 18 ára gamall og kom við sögu í fjórum leikjum KR á síðustu leiktíð. Hann er uppalinn hjá Aftureldingu og var farinn að spila fyrir meistaraflokk þar ungur að árum.
Tilkynning Stjörnunnar
Velkominn Hrafn Guðmundsson.
Stjarnan hefur náð samkomulagi við Hrafn Guðmundsson og hefur hann skrifað undir 3ja ára samning við félagið.
Hrafn kemur til Stjörnunnar frá KR eftir að hafa verið þar á síðasta tímabili. Hrafn er uppalinn í Aftureldingu og spilaði sinn fyrsta leik í 1. deildinni árið 2021 þá aðeins 15 ára gamall.
Tökum vel á móti Hrafni og hlökkum til að sjá hann í bláu treyjunni í sumar.