Tyrkneska stórliðið Galatasaray er bjartsýnt á að halda Victor Osimhen hjá sér út tímabilið.
Frá þessu greinir Florian Plettenberg hjá Sky Sports, en nígerski framherjinn hefur til að mynda verið orðaður við Manchester United.
Málin standa þannig að Osimhen er á láni hjá Galatasaray frá Napoli en talað hefur verið um að því gæti verið rift ef United tekst að kaupa hann af ítalska félaginu.
Marcus Rashford, sem er úti í kuldanum hjá United, hefur verið orðaður við Napoli á móti.
Samkvæmt Plettenberg eru menn hjá Galatasaray hins vegar bjartsýnir á að halda Osimhen, sem er kominn með 13 mörk í 16 leikjum fyrir tyrkneska liðið.