Tveir leikmenn Chelsea eru á óskalista West Ham nú í félagaskiptaglugganm í janúar. Telegraph segir frá.
Um er að ræða þá Kiernan Dewsbury-Hall og Carney Chukwuemeka. Hvorugur er í stóru hlutverki hjá Chelsea og félagið opið fyrir því að leyfa þeim að fara.
Dewsberry-Hall elti stjórann Enzo Maresca frá Leicester til Chelsea í sumar en virðist samt sem áður alls ekki vera inni í myndinni á Stamford Bridge.
Chukwuemeka hefur verið hjá Chelsea síðan 2022 og er sömuleiðis í aukahlutverki.
West Ham er í leit að miðjumanni og annar þessara leikmanna, ef ekki báðir, gætu mætt á svæðið áður en mánuðurinn er úti.