Arnar Grétarsson verður ekki nýr þjálfari danska B-deildarliðsins Kolding, en hann hafði verið orðaður við starfið.
Arnar hefur verið án starfs frá því hann var látinn fara frá Val síðasta sumar. Greint hafði verið frá því að hann hafi rætt við Kolding.
Nú hefur félagið hins vegar ráðið nýjan þjálfara, Spánverjann Albert Rudé, og gerir hann samning til 2028.
Rude var síðast þjálfari Wisla Krakow í Póllandi og þá hefur hann til að mynda starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Inter Miami, tímabilið 2020-2021.