Wolves er að vonast eftir því að geta framlengt samning sóknarmannsins Matheus Cunha sem spilar með félaginu.
Cunha er mikið orðaður við Arsenal þessa stundina en hann hefur spilað vel með Wolves á tímabilinu.
Framherjinn hefur skorað 10 mörk í 19 deildarleikjum á tímabilinu í liði sem er í fallbaráttu í úrvalsdeildinni.
Arsenal skoðar það fá Cunha í janúar vegna meiðsla Bukayo Saka en hann spilar líklega ekki þar til í mars.
Wolves er talið vera í viðræðum við Cunha en félagið vill gera allt til að halda honum allavega út tímabilið.