James McAtee, leikmaður Manchester City, er eftirsóttur af liðum í Þýskalandi en frá þessu greinir Sky Sports.
Sky í Þýskalandi segir að McAtee sé óánægður hjá Englandsmeisturunum en hann hefur leikið 26 mínútur í deildinni á tímabilinu.
Dortmund og Leverkusen eru talin hafa áhuga á þessum efnilega leikmanni sem er samningsbundinn til 2026.
McAtee er 22 ára gamall og vill fá mun fleiri mínútur og er óvíst að það muni gerast hjá City undir Pep Guardiola.
Möguleiki er á að liðin leggi fram tilboð í janúar og er City líklegt til að samþykkja ef upphæðin er nógu há.