Liverpool er búið að bjóða varnarmanninum Trent Alexander-Arnold rosalegan samning í von um að hann skrifi undir framlengingu.
Þetta segir enska blaðið Mirror en Trent verður samningslaus næsta sumar og er á óskalista Real Madrid.
Samkvæmt Mirror er Liverpool til í að borga Trent 300 þúsund pund á viku og er talað um fimm ára samning.
Trent verður samninslaus í sumar og er Real Madrid nú þegar búið að setja sig í samband við hann samkvæmt nýjustu fregnum.
Trent myndi einnig fá góða upphæð fyrir það eina að skrifa undir en hann er að spila fyrir sitt uppeldisfélag.