Það fer ekki á milli mála hver er besti leikmaður sem hollenski landsliðsmaðurinn Frenkie de Jong hefur spilað með.
Sá maður er Lionel Messi, einn besti leikmaður sögunnar, sem spilar í dag með liði Inter Miami í Bandaríkjunum.
Messi er goðsögn í augum allra hjá Barcelona en hann var ekki bara frábær á vellinum heldur einnig á æfingum.
De Jong segir að gæði Messi hafi verið ótrúleg og að hann hafi alltaf verið bestur í því sem leikmenn þurftu að vinna í.
,,Ég hef aldrei séð jafn mikinn mun á einum leikmanni og öðrum í kring,“ sagði De Jong um Messi.
,,Það skipti engu máli hvað við gerðum á æfingum. Messi var sá besti, hann var alltaf bestur.“