Það virðist sem svo að margir stuðingsmenn Manchester United hefðu óskað þess að leiknum gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni yrði frestað. Einn af þeim var Gary Neville, goðsögn hjá félaginu.
Það kom til tals að fresta leiknum á Anfield, sem nú stendur yfir, vegna snjókomu. Allt kom þó fyrir ekki.
Neville og Liverpool goðsögnin Jamie Carragher, sem báðir starfa fyrir Sky Sports, voru í góðum gír fyrir leik. Þar mátti sjá Carragher hjálpa til við að moka snjó af vellinum en Neville mokaði honum aftur inn á völlinn, gaf þannig í skyn að hann vildi leiknum frestað.
Allt var þetta auðvitað gert í góðu glensi, en myndband af þessu er hér að neðan.
Liverpool hefur nokkrum sinnum farið illa með United undanfarin ár en staðan í leiknum sem nú stendur yfir er markalaus eftir um 20 mínútur.
Please never change, @GNev2 & @Carra23 🤣☃️ pic.twitter.com/TpwN4an07v
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 5, 2025