Árið 2024 var gert upp í Íþróttavikunni á 433.is á dögunum. Þá mættu Ríkharð Óskar Guðnason og Kristján Óli Sigurðsson í settið til Helga Fannars og Harðar Snævars.
Besta deild karla var að sjálfsögðu tekin fyrir og Íslandsmeistarar Breiðabliks. Höskuldur Gunnlaugsson var enn og aftur lykilmaður í liði Blika og var honum hrósað í hástert.
„Höskuldur var að mínu mati leikmaður tímabilsins og bara síðustu tímabil. Ég man ekki í fljótu bragði eftir að hann hafi átt slakan leik í treyju Blika síðustu 3-4 ár,“ sagði Ríkharð.
„Það sýnir hversu ótrúlegt það er að hann hafi aldrei verið valinn í íslenska landsliðið (í keppnisleik) miðað við gæðin sem hann hefur og í öllu þessu bakvarðaveseni sem við höfum verið í.“
Umræðan um Bestu deild karla er í spilaranum.