Claudio Ranieri, stjóri Roma, hefur harðneitað því að hann hafi hringt í vin sinn Carlo Ancelotti og beðið hann um að taka við keflinu hjá einmitt Roma.
Ranieri tók við Roma fyrr á þessu tímabili en allar líkur eru á að hann verði þar út tímabilið og horfi svo annað eða hætti í þjálfun.
Greint var frá því í vikunni að Ranieri hefði hringt í vin sinn Ancelotti og beðið hann um að taka við Roma eftir tímabilið – þær sögusagnir eru ekki réttar að hans sögn.
Ancelotti er í dag stjóri Real Madrid en hann er mögulega á sínu síðasta tímabili við stjórnvölin á Santiago Bernabeu.
,,Allar þessar sögusagnir um að ég hafi hringt í Carlo Ancelotti og beðið hann um að taka við Roma frá og með næsta tímabili eru ekki sannar. Þær eru langt frá sannleikanum,“ sagði Ranieri.