Það er heldur betur líf og fjör í leik Liverpool og Manchester United sem nú stendur yfir, sérstaklega í seinni hálfleik.
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Lisandro Martinez United yfir á 52. mínútu en Cody Gakpo svaraði með marki fyrir Liverpool nokkrum mínútum síðar.
Eftir rúman klukkutíma leik er staðan því 1-1 og spennandi lokakafli framundan.
Með sigri getur Liverpool styrkt stöðu sína á toppnum en frekar. United reynir að snúa við gengi sínu eftir hörmulega leiktíð til þessa.